Um mig


Ég er dr. Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Ég hóf störf sem fastur kennari við skólann 1. janúar 2008.

Meðal námskeiða sem ég kenni þar eru Íslensk bókmenntasaga (fyrri hluti námskeiðs, fram til 1550), Miðaldabókmenntir (um rannsóknaraðferðir í miðaldabókmenntum), valnámskeið á BA-stigi (m.a. um eddukvæði og dróttkvæði, tröllskap og Njáls sögu), og rannsóknanámskeið á MA-stigi (meðal annars um eddukvæði, dróttkvæði, Íslendingasögur, Sturlunga, konungasögur, fornaldarsögur, norrænar goðsögur, Tolkien, o.fl.).

Sérsvið: Miðaldabókmenntir, menningarfræði, þjóðfræði.

Íslendingasögur, þættir, konungasögur, fornaldarsögur, eddukvæði, dróttkvæði, síðmiðaldakvæði, Sturlunga, J.R.R. Tolkien.

Hið yfirnáttúrulega, jaðarfólk, konungsvaldshugmyndir, fagurfræði miðaldabókmennta, rannsóknarsaga.